Hvað kostar það mig sem bíleiganda að láta skipta um framrúðu eða aðrar rúður?

Kostnaður bíleigandans við að skipta um bílrúðu er hlutfallskostnaður/sjálfsábyrgð af heildartjóninu ef bíleigandinn er með framrúðutryggingu. Þessi kostnaður er 15%-20% af heildarkostnaði og fer eftir tryggingarfélagi. Algengt er að kostnaðurinn sé á bilinu 20.000-30.000 kr.

Er hægt að gera við framrúðu?

Já það er hægt að gera við smærri skemmdir í framrúðum. Það þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig, hvort það borgi sig. Til þess að góður árangur náist er mikilvægt að gera við skemmdina fljótlega eftir að hún myndast, áður en óhreinindi og raki festast í henni. Einnig getur verið að rúðan sé of illa skemmd til þess að það borgi sig að gera við hana.

Borgar sig að gera við rúðu?

Það er almennt ódýrara að gera við rúðu en að skipta alveg um hana.

Við hvern tala ég ef rúðan brotnar?

Bílrúðan er tjónsmatsaðili fyrir öll tryggingafélög. Ef er bifreiðin er tryggð þá getur þú haft samband við okkur. Hjá okkur getur þú gefið tjónaskýrslu og greitt sjálfsábyrgðina og við sjáum einfaldlega um málið.

Þarf að gefa hefðbundna tjónaskýrslu?

Ekki þarf að gefa hefðbundna tjónaskýrslu / lögregluskýrslu ef rúðan brotnar hjá þér. Þú gefur sérstaka tjónaskýrslu / bílrúðuskýrslu hjá okkur eða tryggingafélaginu þínu.

Hversu lengi missi ég bílinn minn?

Hjá Bílrúðunni skiptum við um rúðuna samdægurs.